Ábúendur á Lindarbrekku í Staðarsveit eru við hjónin Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Hilmar Þór Sunnuson ásamt þremur af fjórum börnum okkar. Við fluttum í sveitina í desember 2014 og erum að hefja hér búskap að nýju en hér hafði ekki verið búið í rúm 30 ár. Við ölum kálfa, landnámshænur, einnig nokkrar kindur og stefnum við á að fullvinna afurðirnar okkar og selja þær allar beint frá býli, nú er hægt er að panta hjá okkur kálfakjöt og stundum egg á heimasíðunni okkar www.lindarbrekka.is með því að senda póst á netfangið Lindarbrekkubuid@gmail.com eða að hringja í síma: 586-1117.
Dýrin okkar fá að ganga úti þegar veður leyfir og búum við eins vel að þeim og okkur er frekast unnt. Við viljum meina að þau séu mjög hamingjusöm. Stefnt er á frekari stækkun búsins eftir því sem aðstæður leyfa. Hér má sjá grein um okkur sem birtist á fréttanetinu 2017 – http://frettanetid.is/hreint-kalfakjot-lindarbrekk…
Og hér er önnur úr DV 2018 – http://www.dv.is/lifsstill/2018/6/2/lindarbrekkubu…