Skilmálar

Allar pantanir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er og reynum við að keyra út pantanir að minnsta kosti vikulega – endilega sendið okkur póst á lindarbrekkubuid@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna.

Athugið að verðin á síðunni eru til viðmiðunar, vegna mismunandi þyngdar er ekki hægt að gefa alveg nákvæmar tölur, en við reynum að vera eins nálægt óskum kaupanda eins og hægt er.  Vinsamlegast ekki millifæra greiðslu fyrr en þið hafið fengið póst með upplýsingum um upphæð og reikn.

Athugið að við pöntun fer netfangið þitt sjálfkrafa á póstlistann okkar – alltaf er hægt að afskrá sig af honum með því að svara pósti frá okku og biðja um afskráningu. Upplýsingar um viðskiptavini eru aldrei afhentar þriðja aðila.