Brekku(g)ULL - Vanillu ull 100g

Verð: ISK 3.990

ISK 3.192

2 in stock

Magn:


Pakkinn inniheldur:

Ull er gull - Í haust þegar kindurnar voru rúnar sendum við hluta af lambsullinni okkar til Uppspuna spunaverksmiðju og er hún nú komin til baka í dýrindis 3 þráða garni sem er örlítið  þykkara en  léttlopi en mun  sterkara.  Garnið nefnum við Brekku(g)ULL, til að byrja með verðum við aðeins með sauðalitina en komum svo til með að gera tilraunir með litun líka fljótlega – Vanillu ull 2021 fæst í 100 g hespum með ca 100m. 

 

Þetta er ullin af henni Vanillu sem er hvít og kollótt ung ær, en Vanilla var tekin með keisaraskurði í vorið 2020, en móðir hennar hún Snót gat ekki borið þar sem snúið var uppá legið í henni - Þær mæðgur fengu svo að vera hér heima á túni um sumarið þar sem við gátum fylgst með þeim =O)

 

Mælt með prjónastærð 5-6,5 mm